Hvernig getum við unnið með þessari framþróun ef þróun skildi kalla?
Getum við bara horft og hlustað á allt sem er í gangi og sætt okkur við það?
Hvaða bjargir höfum við og hver á að bera ábyrgðina á öllu þessu sem á okkur er hent?
Svarið í sinni einföldustu mynd er samvinna, samstaða og samtal!!!
Kerfið er kafbátur sem er löngu sokkinn til botns og marg drukknaður, það er engin lausn, engin björgun, ekkert land!
Kulnun í starfi kennara er ekki ný af nálinni og engan skildi furða…. hver er svo sem að reyna að skilja?… Verkefnalisti kennaranna (skólanna) hefur lengst umtalsvert undanfarna áratugi. Áhersla er á að kennarar þurfi að bregðast við öllu allt í senn sem sérfæðingar á ótal sviðum. Hver er samt hin eiginlega birtingarmynd?
Fjárskortur, skortur á sérhæfingu, skortur á þróun og skilningi vandans sem við blasir? Hér má nefna þróun tækninnar sem því miður er ekki öll af hinu góða…. hún hefur aukið á álagið en afskaplega fáir hafa opnað á það sem vandamál.
Æ fleiri nemendur eru að „lenda“ í því að um þá er talað nafnlaust á neikvæðan hátt á samfélagsmiðlum þar sem möguleikinn á þessum naflausu skilaboðum er fyrir hendi. Foreldrar eru því miður oftar en ekki ómeðvitaðir um þetta og oft kemst þetta upp innan veggja skólanna fyrst. Viðbrögð foreldra eru samt sem áður þau að ….. nei það getur ekki verið, barnið mitt myndi aldrei… o.s.frv. Erum við þá ekki komin inn á það að tala um „foreldra vandamál“? 😉
Okey, nú er ég búin að gefa öllum leyfi, sem þetta lesa, til að „jarða“ mig… en NEI…. Í alvöru!!!! Við VERÐUM að vinna saman og finna sameiginlegan jákvæðan flöt á öllu sem upp getur komið í samskiptum og samveru barnanna okkar.. NÚNA… STRAX!!
Ég brenn fyrir málefnum barna og ungmenna í landinu og hef gert í mjög langan tíma. Okkur er ekki gert auðvelt fyrir m.a. sökum vanþekkingar, lélegrar hlustunar milli fagmenntaðra, skort á skilningi, fjársveltis…. o.fl.
Þetta er bara byrjunin…
Ef ég bara væri… og hefði einhver völd…. þá….!!!!!
Knús og klemm…..!
Ykkar ávallt…. bara ég, Hjördís B. Gestsdóttir