Okkur á ekki að vera sama!!

Hugleiðingar

Öll hugsum við um svo ótal margt alla daga. Hugsanir okkar eru um og yfir 30 þúsund sem fara um huga okkar dagsdaglega. Margar eru jákvæðar, aðrar ekki eins jákvæðar. Sumar litast þær af skemmtilegum minningum eða draumum um betra líf, það er eðlilegt! Fyrir marga er erfitt að hugsa jákvætt, á þeim hefur verið brotið, foreldrar ekki náð að standa sig sem slíkir, hjálp ekki verið að fá… hvernig á þá að halda áfram ef enginn er til staðar til að treysta á?

Sumir eiga allt sem hugurinn girnist, einbýlishús, nýja rándýra bíla úr kassanum, utanlandsferðir farnar sex sinnum á ári, alltaf í nýjustu tísku, föt, símar og aðrar græjur up to date!!! Hmmm en ekki allir, sumir búa hjá einstæðu foreldri, í bílskúr, herbergið stúkað af með teppum eða gardínum, maturinn kaldur eða enginn…. Samt er unnið fyrir sér og engin óregla…. Ekki núna og hvað? Allir hinir dæma…. Hvað veit fólk?

Kerfið okkar, svo kallaða, er ekki að virka, langt frá því. Gallarnir eru svo ótal margir og við verðum og eigum að bregðast við og rétta hjálparhönd. Okkur má ekki vera bara sama og hugsa „þetta er þeirra vandamál“! Margt smátt gerir eitt stórt!

Við þurfum að byrja á byrjuninni, ekki þegar í óefni er komið. Það þarf að huga að hverjum og einum strax og bregðast við núna ekki eftir 10 – 15 ár í „kerfinu“!

Þetta er „örstutta“ útgáfan af mínum hugleiðingum og ég þykist vita að það eru svo margir aðrir í mínum og tengdum geira að hugsa svipað!

Við verðum að gera svo MIKLU betur, núna, strax og á svo mörgum sviðum!!!

Bestu kveðjur, Hjördís – Móðir, eiginkona, dóttir, systir, kennari, náms- og